Spilaæði

Við hjúin fórum að spila eina kvöldstund hjá vinafólki okkar á Eskifirði fyrir nokkru síðan og spiluðim spil sem heitir UNO attack. Mjö skemmtilegt spil, það er eins og UNO gamla sem margir kunna en með smá twist. Okkur fannst það svo sniðugt spil að við fórum að leita að því. Þetta fæst að sjálfsögðu ekki á Íslandinu góða svo við fórum með viðskipti okkar á Amazon. Það kom svo í gær þetta spil og mikil kátína var hjá mér og Birtu að læra almennilega á þetta og prufa smá. Nú mega jólin koma því þetta er það eina sem ég er búin að plana um jólin, að spila þetta spil. Allar gjafir, bakstur og annað má bara eiga sig, þetta verða SPILAJÓL.

Til hammó með ammó

He he. finnst þetta soldið skondin settning. En hann Jón Hjörtur bróðir minn á afmæli í dag og verður alveg 14 ára. Hann er helmingi yngri en ég þetta árið. Vonandi á hann góðan dag.

 


4 dagar í jólafrí

Eftir 4 daga þá fer ég til Reykjavíkur og verði í 9 daga fríi. Ég hef tekið eftir því að ég er hætt að segja að ég sé að fara til Hafnarfjarðar, þar býr mamma og ég segji sjálfa mig vera Hafnfirðing og ég hef alltaf sagt að ég sé að fara til HF en síðasta árið hefur þetta þróast út í það að vera RV.  Kannski er þetta vegna þess að það segja þetta allir hérna fyrir austan, þetta er jú höfuðborgin, en ég verð sennilega minnst í RV sjálfri.

Ég var alla helgina að bara og taka soldil þrif heima. Nenni ekki að koma heim eftir jólafríið og allt í drasli og skítugt. Það virðist samt alvega sama hversu mikið  ég tek til og reyni að halda öllu í lagi þá fer stofan alltaf í rugl og finnst mér hún aldrei vera góð.

 


Síðasti naglinn

Þetta verður síðasti naglinn í kistuna fyrir marga. Ég er nú þegar að borga hátt í 30.000 til að komast í vinnuna og nú á að hækka það. Ég er því miður í þannig vinnu að ég verð að hafa bíl. Það er ekki strætó á austurlandi og rétt 30 Km í vinnuna mína og ekki fer ég það hjólandi. Það er ekki langt í að það borgi sig fyrir mig að vera á atvinnuleysisbótum og vera heima hjá mér til að spara bensín. En ég hef það sennilega bara gott miðað við aðra. Ég á mat í ísskápinum, en enn að borga af öllum lánum en það er ekki til afgangur í veskinu um mánaðarmót svo þetta fer að verða vesen ef þetta heldur áfram.... og ég drekk ekki áfengi og reyki ekki en vona að það verði margir sem hætti því núna
mbl.is Áfengisgjald hækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgi jólahlaðborðanna liðin

Já og mikið ofboðslega var þetta gaman. Föstudagurinn var með vinnufélögum mínum. Það var soldið stíft á milli fólkskins, það er ekki oft sem við hittumst þó við vinnum saman. En við borðuðum og spjölluðum smá. Það var samt  skondið að það var búið að taka það fram að ekki yrði boði upp á áfengi með mat og við hjónin alveg sátt við það  og pöntum okkur bara gos með. Svo þegar við vorum að fara þá vorum við dregin aftur inn þvi við gleymdum að borga fyrir gosiðBlush algerir aular að fatta þetta ekki. Við vorum svo sem ekki komin langt, bara rétt í fyrstu tröppu.

Á laugardaginn var borðað með vinnufélögum Snorra. Það var í skriðuklaustri og var þetta notalegt en alveg sprenghlægilegt líka. Það vildi svo heppilega til að samkeppnisaðili þeirra var á næsta borði og úr varð skemmtilegut rígur á milli borða. Það var nikkari þarna sem spilaði fyrir okkur og það var söngkeppni og á milli borða og brandarakeppni og fleira gaman. Eftirrétturinn var samt algert óæti og sem betur fer var ég svo södd eftir allt hitt að það skipti  mig litu máli og fékk ég mér bara sörur í staðin.

Sunnudagurinn fór svo í að moka meiri snjó, ég er alveg að verða komin með nó af því enda ekkert lítið sem búið er að snjóa hérna. það er rúmlega hnédjúpur snjór í garðinum og kæmi mér ekki á óvart að eitthvað kæmi undan honum í vor þegar hann bráðnar..... Snorri var samt búin að grafa upp stigann en það er allt önnur saga

Nú eru 11 dagar þar til ég fer í jólafrí í 9 daga og ég get varla beðið. Það er samt ekki eins mikið stress og ég bjóst við, ég er nánast búin að skipuleggja jólagjafirnar sem ég bjóst við að tæki mikið af tímanum mínum í bænum en þetta er allt að koma og vonandi get ég klárað þetta bara á 2-3 tímum.

 

kv. Begga


Elsku amma mín

Í gær var liðið ár frá því að amma dó. Mér var hugsað til hennar með söknuði. Hún var alltaf eina manneskjan í fjölskyldunni sem dæmdi mig ekki vegna þess sem ég gerði. Hún hlustaði á mig þegar ég talaði og kom mér til hjálpar ef ég bað hana um það. Þegar allar dyr voru lokaðar þá opnaði hún sitt heimili upp á gátt og tók mig inn.

Amma mín ég sakna þín mikið en nú ertu hjá afa sem þú ert búin að sakna í 20 ár og ég veit að ykkur líður vel. Skilaðu koss á kinnina á afa og segðu honum að ég sakni hans líka....


Barnanet.is

Ég er búin að opna aftur á barnanetinu en það heitir víst nino.is í dag. Endilega kíkja þangað við tækifæri.

Hér er lítið að gerast. Fór að spila á laugardag og fékk barnapíu á meðan. Langt síðan við hjónin höfum farið saman eitthvað út. Snorri er farin aftur í bæinn og ég heima með stelpurnar eins og vanalega. 'Eg er farin að hlakka MIKIÐ til að fara í bæinn um jólin, bara til að fá smá tilbreytingu. Langar í frí frá vinnunnií nokkra daga og hitta vini og ættingja.

En ég sit núna í vinnunni með hausverk og stingi í mjöðminni. Það fer ekkert á milli mála að það er mánudagur.


Lögguvesen í gær

He he eða það var svo sem ekkert vesen á löggunni. En það sem gerðist til að ég hringdi á lögguna var það. Bæjarbittan, sem heimsótti mig eina nóttina síðasta sumar og hrundi nánast upp í rúm til mín, kom í heimsókn á neðri hæðina í gær. Ég er í tvíbýli með sameiginlegum inngang svo það fer ekki á milli mála ef það er eitthvað vesen í gangi.
Ég var komin upp í rúm þegar gsm síminn hringir, hann er við hliðina á mér svo ekki var langt að teygja sig í hann. Þá er það stelpan á neðri hæðinni sem segir mér að það hafi birst einhver drukkin kona inn í stofunni hjá henni og neitaði að fara. Hún hafði samt náð henni út á stétt þegar ég var komin niður. þau sögðust ætla fara út að reykja og hún var alveg til í að kveikja sér í rettu svo hún elti en lengra vildi hún ekki. Þessi kona á eitthvað erfitt, er mikið að drekka og í einhverjum pillum og svoleiðis. Hún var ekki einu sinni í skóm, sagði einhverntíma að það væri betra að vera bara í sokkum þegar það væri hált úti því skórnir væru svo hálir!!!
Ég hringdi strax á lögguna þegar hún neitaði að fara af lóðinni. Hún ætlaði þá að ráðast inn en við náðum með ljótum orðum, ýtum og svo loks með því að koma henni nógu langt út til að loka og læsa að losa okkur við hana. Mínútu seinna var löggan komin. Við skiljum samt ekki alveg afhverju löggan sá hana ekki á leiðinni því þau hefðu átt að mætast miðað við áttina sem kellan labbaði en mig grunar að hún hafi bara farið í heimsókn í næsta hús.....

Mikið er gott að drekka ekki.........

 


Dagar til jóla

41 dagur til jóla

40 dagar í skötuna

38 dagar í afmælið hjá Aþenu Rán

34 dagar dagar í afmæli brósa

 

 

Eigum við að ræða þetta eitthvað


Sms

Fékk þetta skemmtilega sms um daginn. Hélt að það væri einhver strákur að senda mér en númerið er skárð á kvk löffa í garðabæ svo þetta var bara vitlaust númer en samt skemmtilegt.

 

Þú ert sannarlega prinsessa,
en þú heldur mér enn sem froski
..bíð enn..
eftir opinberum kossi
RIBBIT RIBBIT


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Begga
Begga

Tveggja barna móðir og eiginkona á austurlandi.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband