Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Sms

Fékk þetta skemmtilega sms um daginn. Hélt að það væri einhver strákur að senda mér en númerið er skárð á kvk löffa í garðabæ svo þetta var bara vitlaust númer en samt skemmtilegt.

 

Þú ert sannarlega prinsessa,
en þú heldur mér enn sem froski
..bíð enn..
eftir opinberum kossi
RIBBIT RIBBIT


Helgin að koma

Helgin alveg að koma, ji hvað ég hlakka til. Ég sendi Birtu til Reykjavíkur og kemur hún ekki heim fyrr en á þriðjudag. Vetrarfrí í skólanum og eitthað þarf að gera til að redda því og hvað er betra en að skella ábyrgðinni á einhvern annan.

Snorri fer svo að vonna á morgun og þá verð ég ein með litlu skottunni. Við erum að passa lítinn kettling af neðri hæðinni en annars erum við bara 2 fram á þriðjudag.

Það er átak í vinnunni hjá mér að selja líf-og sjúkdómatryggingar og eru verðlaun fyrir þá söluhæðstu svo ef það er einhver í þeim hugleiðingum að fá sér slíkar tryggingar eða að fá tilboð í þær þá endilega bjalla á mig og ég redda því.

En svona fyrir þá sem ekki vita þá eru 61 dagur til jóla og ég get ekki beðið efir því. Ég fæ 9 daga frí og svo vinna í 2 og svo aftur frí í 2 daga og strax þar á eftir er helgi. Við förum til Reykjavíkur um jólin og verðum með íbúð á leigu frá VR í Ljósheimum. Ég hlakka svo til að hitta alla familíuna og fá góðan mat og slappa af.

Svo ætlum við að kíkja í heimsókn til Rósu okkar á Flúðum og hitta nýju fjölskylduna hennar. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að hún sé döpur þarna. Konan sem tók hana að sér er búin að vera í símasambandi við mig nokkrum sinnum og lætur mig vita hvernig gengur og ég held ég hefði ekki geta komið henni á betra heimili. Það er samt soldið skrítið að hafa hana ekki heima, meiri tími til að slaka á en á móti fer ég ekki eins mikið út. Ég þarf bara að vera duglegri að koma mér út með litlu skottuna.

En ég nenni ekki mikið að krota hérna þessa dagana enda kannski ekki mikið að gerast hérna. Ég er komin á facebook og er eitthvað að skoða þar inni. Ég hef samt ekki verið  þekkt fyrir það að vera lengi á sama staðnum en ég ætla nú ekki að loka á þessa síðu strax en ég veit ekki hversu oft ég nenni að láta vita af mér

 

 


Hvað næst

Ég veit ekki hvað gerist næst. Ef ég geri ráð fyrir að við Snorri höldum okkar vinnu þá kannski reddast þetta. Við vorum búin að sjá fram á það áður en þetta allt fór til fjandans að Rósa okkar færi á annaðheimili svo við þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur af henni. Hún fer vonandi á mánudag til nýrra eigenda. Við vonum bara að við getur staðið í skilum á 2 lánum sem var skrifað upp á. Getum ekki hugsað okkur að láta falla á einhvern annan í svona aðstæðum.

Ef allt fer til fjandans þá sagði mamma að bílskúrinn væri tilbúinn og það væri alveg pláss fyrir okkur þar. Vona samt að það komi ekki til þess


Allt að fara til fjandans

Já og nú er Kaupþing farið á hausinn. Þá er vinnan mín komin í hættu og hvað gera Björgólfsfeðgar. Það sást til þeirra fylla flugvélina farangri og fljúga út í buskann. Kannski að það sé eitthvað sem við ættum að gera líka. Fara bara úr langi og skilja lyklana eftir af öllum skuldunum.....

En ef Davíð væri seðlabankastjóri í einhverju öðru landi en hér. þá væri hann líka flúinn land við ótta við að verða settur í fangelsi eða eitthvað verra. Hvenær á að koma manninum frá völdum. Hann náðu með þessu viðtali í kastjósi að setja það litla sem eftir var á hausinn. Samt kom hann voða vel úr þessu viðtali. Hann er bara svo rosalega góður í að selja sjálfan sig að sumir hafa litið fram hjá klúðrinu hans.   Stejum Davíð af sem seðlabankastjóra.


mbl.is Atburðir í Bretlandi felldu Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólaplönin

Snjórinn er að komin hálfa leið niður fjallið og til bæja. Ég er ekki alveg sátt við þetta. Snjórinn en heilum mánuði og snemma miðað við árið í fyrra.

 

En já við hjúin erum búin að panta íbúð í bænum frá 21. des til 28.des. Komum kannski 19. eða 20. des en a.m.k. þessa viku. Við vorum búin að ákveða það að vera hérna heima en einhvern vegin þá togar fjölskyldan í mann. Við erum samt ekkert ægilega spennt fyrir því að vera um áramót. Rósa fengi sennilega hjartaáfall hvort eð er. Hún var svo taugaveikluð hérna í sumar þegar það kom smá sýning á frönsku dögum.

 

Hugsunin um að það sé föstudagur er búin að vera föst í huga mínum alla vikuna. Það styttist í hann..............


Höfundur

Begga
Begga

Tveggja barna móðir og eiginkona á austurlandi.

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband