Snilldar lausn

Já ég hef lausnina alveg á hreinu. Ég er að vinna á Reyðarfirði og horfi upp á búðirnar rétt hjá álverinu. Þar eru fullt af húsum sem auðveldlega væri hægt að skella betri læsingum á og gera svo girðingar í kringum svæðið.

Það er allt til alls þarna, matsalur, æfingasalur fl. Þarna er líka það mikið af húsum að hægt væri að flytja inn fanga frá okkar nágrannaþjóðum og fá þannig inn gjaldeyristekjur. Það er líka ekki auðvelt að flýja hér, ég meina hvert á fólk að fara. Hér er ekki skjól stórborgar, það eru ekki nema 2 flug á dag til Reykjavíkur og samt þarf að fara nokkuð marga km til að komast á flugvöllinn og ef fólk fær einhvern til að skutla sér í bæinn þá er svo langt þangað að flóttinn er löngu stoppaður áður en komist er í bæinn.

Fangelsið á Reyðarfjörð


mbl.is Auglýst eftir húsnæði undir fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

mikið að gerast

og allt í rétta átt held ég. Ég seldi skuldahalabílinn minn og fékk mér gamlan bíll í staðin sem ekki er á láni, ég rosalega klár. Ég er búin að hanga soldið í Reykjavík, fór um páskana og svo aftur helgina eftir og fór á árshátíð hjá VÍS, það var geggjað. Gaf stelpunum mínum hlaupahjól í sumargjöf og lofaði sjálfri mér að vera duglegri að fara út með þeim.

Nú þarf bara að fara vinna fyrir sumarfríinu og leika sér í sumar, ef það kemur þá einhverntíman. MIG LANGAR Í SUMAR


Alltaf að kíkja á miðann þegar þú verslar

Ég held það sé ekki hægt að segja þetta of oft. Ég versla reglulega í krónunni, fer oftar en 1 sinni í viku þar sem ég er að vinna hérna nánast í næsta húsi og ef ég vill splæsa í eitthvað bakkelsi í hádeginu eða ef það vantar eitthvað smá heim þá er stutt að fara. 
Ég geri það oftast að vana mínum að renna létt yfir miðann, sérstaklega ef ég er að gera stórkaup. Það gerist frekar oft að ég taki eftir einhverju smálegu og ég hika ekki við að fá það lagað. En svo koma þessir *aðeinsað skreppatilaðkaupamjólkímorgunmatinn* dagar og það er þá sem ég nenni ekki alltaf að kíkja á miðan, stundum segi ég afgreiðslufólkinu að henda miðanum fyrir mig. En það er svo, þegar yfir heildina er litið, akkurat þá sem mestu mistökin eru gerð á kassanum.
Ég fór að versla áðan eins og svo oft áður. Tók handkörfu með mér svo ekki var mikið sem ég verslaði, alveg 4 páskaegg til að senda til Danmerkur. Þetta fer svo bara ofaní poka og ég borga rúmar 5000 kr fyrir, borga meira segja fyrir pokann. Svo átti ég leið í apotekið og er þar inni eitthvað að stússast og tek miðann úr krónunni þar sem hann var eitthvað að þvælast fyrir mér í höndunum og ætla stinga honum í vasann en ákveð að aðeins renna yfir hann. Viti menn, það voru 3 hlutir á miðanum sem ég var bara alls ekki að kaupa og var ekki með í pokanum mínum, þetta var eitthvað hárskraut og var upphæðin rúmlega 800 kr auka.

Auðvita var ekkert mál að fá þetta lagað en starfsfólkið á kassanum er ekki alltaf vakandi fyrir svona mistökum og það er á ábyrgð okkar sem erum að versla að fara yfir miðann, það er samt ekki alltaf sem fólk leiðréttir ef það er ekki rukkað fyrir eitthvað eða það sér að varan er ódýrari á kassa en í búð. Það þarf líka að segja frá því


Svefnlaus

alla síðustu viku er svefninn hjá mér búin að vera frekar lítill. Samt alveg upp í 6 tíma. Fimmtudagsnóttinn var samt sú eina sem var með almenniega afsökun. Ég taldi að það væri einhver að reyna brjótast inn á neðri hæðinni. Ég vissi að stelpan niðri var á næturvakt svo ég hringi á lögguna og alles. Ég var ein heima og vildi ekki fara niður að gá hver þetta var en tók mynd af bílnum sem þessir þjófar voru á. Sá að það var einhver búin að labba hirnginn í kringum húsið og að öllum gluggum. Sem betur fer kom það í ljós morguninn eftir að þetta var einhver sem þekkti stelpuna sem á heima niðri og var að reyna komast inn til að leggja sig þar sem ófært var heim til þeirra.

Annað í fréttum er að ég er aftur orðin dökkhærð og ákveðin í að safna aftur hári en halda toppinum.

Jæja nú eru kanilsnúðarnir tilbúnir og besta að taka þá út og fara svo með krakkana í íþróttahúsið og sprikla soldið


Erfitt að fara í vinnuna í dag

Loksins þegar Snorri kemur heim þá fæ ég ekki að njóta þess strax þar sem ég þarf að vera í vinnunni.
En norri kom heim með fangið fullt af gjöfum og nammi, Birta sem vissi af því var orðin svo spennt að hún var komin framúr áður en vekjaraklukkan hringdi hjá mér og það gerist ALDREI. Hún er svo mikið krútt að hún kunni ekki við að koma inn til okkar og heyrðum við hana bara tippla á ganginum og svo koma hún um leið og hún vissi að við vorum vöknuð.
AÞena spratt á fætur líka þegar ég vakti hana sem er mjög óvanalegt þar sem hún vill frekar draga sængina yfir haus og sofa lengur.
Það er þá bara vonandi að heimilislífið fari að ganga sinn vanagang núna, það er betra að vera með heimilið fullmannað.


karlmannslaus

í kulda og trekki.....

já eða næstum því. Snorri búin að vera í viku í burtu núna, fer að styttast í hann. En þar sem hann er ekki heima þá hefur Valentínusardagur liðið og hann ekki heima. Þar sem við höfum ekki haft þann dag neitt sérstakann hingað til þá var það svo sem ekkert hræðilegt. Það sem er verra er dagurinn í dag. Í dag eru heil 2 ár síðan við gifum okkur.
Ég sakna Snorra hrikalega mikið en hugga mig við að hann á að fljúga til Íslands á morgun og kemur vonandi heim aðra nótt.


nenni ekki

að blogga. hef ekki mikinn tíma í það, vinna, facebook og fjölskyldan, en ekki endilega í þessari röð

Við höfum það ágætt, erum enn með vinnu, erum ekki í vanskilum (ennþá) stelpurnar stækka og lífið heldur áfram.

bless í bili


Snilld

Ég gæti samt best trúað að nú séu þau öll á Þingvöllum eða á einhverjum öðrum stað að ræða saman. Þau hafa séð í gær að þessi læti skapa ekki góða vinnuaðstöðu.

Vonandi fer forsætisráðherra og hans stuðningsmenn að sjá núna hvað fjölskyldum landsins blæðir mikið og GERA eitthvað í málunum, eitthvað sem skiptir sköpum en ekki eitthvað rugl sem nýtist seint og illa.


mbl.is Þingfundur fellur niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt nýtt ár

S'iðasti dagur ársins og ég sit í vinnunni að blogga hehe.  Ég veit ekki hvort ég nenni að gera árið mikið upp núna, enda ekki merkilegir hlutir að gerast hérna í sveitinni.

Ef ég stikla á stóru

Ég nýja vinnu fór úr apotekinu og er að vinna sem þjónustufulltrúi og sölumaður hjá ónefndu fyrirtæki.

Ég þurfti að fara tvisvar upp á spítala, annað skiptið að sækja Snorra eftir heilahristing og hitt skiptið með Aþenu til að fá næringu í æð eftir streptakokka og strax þar á eftir Nóróveiru. Litla dúllan var soldið þurr eftir þetta allt.

Ég fór á þjóðhátíð í fyrsta sinn síðan 1998 og á Eistnaflug í fyrsta sinn ever.

Ég þurfti að kveðja Rósu mína og seldi hana í sveit á Flúðum en ég er símasambandi við nýju eigendurna og henni líður vel svo samviskan er ekki að naga mig.

Ég lét klippa á mér hárið stutt og búin að halda því og líkar vel, er að spá í hvort ég vilji vera blondína og er komin með slatta af ljósum strípum.

Já eins og ég sagði þá var ekki mikið um að vera hjá mér. Nýtt ár vil ég að einkennist af hreyfingu og  góðum og hollum mat, meiri tíma með börnunum og minni í tölvunni. Ég hef ekki mikla trú á áramótaheitum, enda hef ég ekki haldið neitt einasta heit í mínu lífi en þetta er það sem mig langar að gera og Snorri ætlar eitthvað að vinna að þessu líka svo við vonandi stiðjumst að í þessu.

 

Gleðilegt nýtt ár allir sem nenna að lesa þetta og líka þið hin. Ég vona að nýtt ár verði ykkur gott 


Bloggfrí fram yfir jól

Ég er að fara til Reykjavíkur á eftir og kem ekki heim fyrr en seint 28. des svo ég veit ekki hvort ég nenni að blogga þann tíma. Ég ætla reyna þaruka í vinnu fram að hádegi og klára spottana svo ég geti farið í frí án þess að það sé eitthvað að naga mig eins og síðast.

Snorri fékk frá vini sínum í gær stærðarinnar hangilæri sem hann er að reykja á sjálfur. Þetta verður í jólaboðunum í bænum og verður þetta hrátt. Algert nammi.

Áþena á 2 ára afmæli á sunnudag og af því tilefni verður smá kaffi á sunnudaginn heima hjá mömmu, Bróðir minn varð 14 ára 17. des og verður þetta líka soldið fyrir hann. Það verður bara opið hús frá 12 til 16 enda fólk misupptekið svona nálægt jólum og viljum vð frekar að fólk kíki við en sleppi því alveg vegna þess afmælið var sett í ákveðin tíma.

En netheimar verða settir í salt fram yfir jól ef ég held það út.

Gleðileg jóla allirGrin


Næsta síða »

Höfundur

Begga
Begga

Tveggja barna móðir og eiginkona á austurlandi.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband