Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Seglin dregin saman

þau brotin saman og pakkaði niður í skúffu. Já nú á aldeilis að fara taka fjármálin í gegn. VIð erum ekki í vanskilum með neitt.................ennþá

Nú er bílinn minn komin á sölu. Ef ég þarf að fá mér bíl til að komast til vinnu þá verður fenginn drusla sem þarf ekki lán á eða kaskótryggingu.

Húsið fer á sölu um helgina. Ég er svo sem ekkert að fara flytja strax, íbúðin á neðri hæð búin að vera á sölu í 1,5 ár án þess að hún hafi verið skoðuð. Þetta á bara að vera möguleiki og ekkert mál að segja nei ef ég er ekki hrifin af tilboðinu eða ef ég kemst ekkert annað.

Annars er allt ágætt að frétta. Aþena brillerar á leikskólanum og Birta Mist svo glöð í skólanum.

Rósa er öll að koma eftir aðgerðina, reyndar aðeins of mikill æsingur í henni stundum og þegar hún er með þennan skerm á sér að hlaupa þá þarf stundum að passa sig. Það er alls ekki gott að fá þetta í sig á mikilli ferð

LATER


Eins og allir aðrir bloggara

þá verð ég að skrifa aðeins um handboltan. Frábær árangur en þvílíkt óspennandi leikurinn í morgun, og ég sem hafði fyrir því að vakna. En við tökum þá bara gullið 2012

Birta var mjög ánægð með afmælið í gær. Við fórum í leiki bæði úti og inni, borðuðum mat og horfðum á underdog eða eitthvað svoleiðis.

Snorri er farin aftur að vinna og ég heima með stelpurnar. Við dundum okkur sennilega bara heima við í dag. Kannski kíkjum við á nokkur berjaling á eftir.

Rósa grey er enn með skerminn eftir aðgerðina og þarf að vera með hann í 6 daga til viðbótar. Hún er að venjast þessu en var ekki kát með þetta fyrsta daginn. Urraði bara og reyndi að bíta allt sem kom nálægt. Svo stóð hún bara og starði út í loftið. Ég þurfti að hjálpa henni að setjast og leggjast.

2 dagar í röð sem ég blogga, þetta hlítur að vera met hjá mér.....


Sumarið að klárast og skólinn að byrja

Þetta er búið að vera æðislegt sumar. Snorri fór í heila viku með alla 3 krakkana í bæinn og ég var ein heima, reynar að vinna, og fékk að finna aðeins hvernig það er að vera barnlaus. Þvílíkt sem ég saknaðði krakkanna.

Við hittumst aftur eftir þessa viku og fórum í smá útilegu með tengdó og systir hans snorra og öllu því sem fylgir. Eftir það fórum við heim og vorum hérna um frönsku dagana og fengum góða gesti.

Aðalmál sumarsins var eyjaferðin. Við fórum í heila viku og gistum hjá Sylvíu og Jóni. Fórum auðvita á þjóðhátíð. Mikið rosalega fann ég fyrir því hvað ég er orðin gömul þarna. Á sunnudagskvöldinu, sem er síðasta og mesta djammkvöld þjóðhátíðar, þá vorum við sylvía bara 2 í dalnum. Skildum kallana eftir heima með krakkana. að frátöldum Bernó sem er orðin svo gamall að hann var bara á þvælingi með frænda sínum. Við vorum geðveikt spenntar að vera bara 2 og barnlausar að við ætluðum að vera langt frameftir en þolið náði ekki lengra en til 00:30. Þvílík gamalmenni.

Nú erum við komin heim og hjónin byrjuð að vinna. Frumburðurinn átti 7 ára afmæli í gær. Þvílík spenna í gangi þar. Veislan verður á eftir, ef ég verð búin að baka þ.e.a.s.

Aþena labbar og talar út í eitt. Ekkert smá dugleg stelpa enda orðin 20 mánaða. Sem minnir mig á það að það eru ekki nema 4 mánnuðir til jóla.

Ég verð kannski duglegri að blogga núna þegar sumarfríið er búið hjá öllum og allt komið í rútínu.

 

Annars verð ég að segja til hamingju til allra afmælisbarnanna síðan í sumar og Líf til hamingju með frumburðinn og Ella  með bumbuna.

þar til síðar...................... vonandu ekki mikið síðar samt


Höfundur

Begga
Begga

Tveggja barna móðir og eiginkona á austurlandi.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband