Bloggfrí fram yfir jól

Ég er að fara til Reykjavíkur á eftir og kem ekki heim fyrr en seint 28. des svo ég veit ekki hvort ég nenni að blogga þann tíma. Ég ætla reyna þaruka í vinnu fram að hádegi og klára spottana svo ég geti farið í frí án þess að það sé eitthvað að naga mig eins og síðast.

Snorri fékk frá vini sínum í gær stærðarinnar hangilæri sem hann er að reykja á sjálfur. Þetta verður í jólaboðunum í bænum og verður þetta hrátt. Algert nammi.

Áþena á 2 ára afmæli á sunnudag og af því tilefni verður smá kaffi á sunnudaginn heima hjá mömmu, Bróðir minn varð 14 ára 17. des og verður þetta líka soldið fyrir hann. Það verður bara opið hús frá 12 til 16 enda fólk misupptekið svona nálægt jólum og viljum vð frekar að fólk kíki við en sleppi því alveg vegna þess afmælið var sett í ákveðin tíma.

En netheimar verða settir í salt fram yfir jól ef ég held það út.

Gleðileg jóla allirGrin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Begga
Begga

Tveggja barna móðir og eiginkona á austurlandi.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband