Helgi jólahlaðborðanna liðin

Já og mikið ofboðslega var þetta gaman. Föstudagurinn var með vinnufélögum mínum. Það var soldið stíft á milli fólkskins, það er ekki oft sem við hittumst þó við vinnum saman. En við borðuðum og spjölluðum smá. Það var samt  skondið að það var búið að taka það fram að ekki yrði boði upp á áfengi með mat og við hjónin alveg sátt við það  og pöntum okkur bara gos með. Svo þegar við vorum að fara þá vorum við dregin aftur inn þvi við gleymdum að borga fyrir gosiðBlush algerir aular að fatta þetta ekki. Við vorum svo sem ekki komin langt, bara rétt í fyrstu tröppu.

Á laugardaginn var borðað með vinnufélögum Snorra. Það var í skriðuklaustri og var þetta notalegt en alveg sprenghlægilegt líka. Það vildi svo heppilega til að samkeppnisaðili þeirra var á næsta borði og úr varð skemmtilegut rígur á milli borða. Það var nikkari þarna sem spilaði fyrir okkur og það var söngkeppni og á milli borða og brandarakeppni og fleira gaman. Eftirrétturinn var samt algert óæti og sem betur fer var ég svo södd eftir allt hitt að það skipti  mig litu máli og fékk ég mér bara sörur í staðin.

Sunnudagurinn fór svo í að moka meiri snjó, ég er alveg að verða komin með nó af því enda ekkert lítið sem búið er að snjóa hérna. það er rúmlega hnédjúpur snjór í garðinum og kæmi mér ekki á óvart að eitthvað kæmi undan honum í vor þegar hann bráðnar..... Snorri var samt búin að grafa upp stigann en það er allt önnur saga

Nú eru 11 dagar þar til ég fer í jólafrí í 9 daga og ég get varla beðið. Það er samt ekki eins mikið stress og ég bjóst við, ég er nánast búin að skipuleggja jólagjafirnar sem ég bjóst við að tæki mikið af tímanum mínum í bænum en þetta er allt að koma og vonandi get ég klárað þetta bara á 2-3 tímum.

 

kv. Begga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Begga
Begga

Tveggja barna móðir og eiginkona á austurlandi.

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband