Elsku amma mín

Í gær var liðið ár frá því að amma dó. Mér var hugsað til hennar með söknuði. Hún var alltaf eina manneskjan í fjölskyldunni sem dæmdi mig ekki vegna þess sem ég gerði. Hún hlustaði á mig þegar ég talaði og kom mér til hjálpar ef ég bað hana um það. Þegar allar dyr voru lokaðar þá opnaði hún sitt heimili upp á gátt og tók mig inn.

Amma mín ég sakna þín mikið en nú ertu hjá afa sem þú ert búin að sakna í 20 ár og ég veit að ykkur líður vel. Skilaðu koss á kinnina á afa og segðu honum að ég sakni hans líka....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 5.12.2008 kl. 22:18

2 identicon

Hún amma þín var alveg sérstök kona. Það er yndislegt að vita að við sjáumst öll aftur og að ömmur og afar finna hvort annað aftur eftir þetta líf, það er mikil huggun í missinum.

Ég man einhvern tíma þegar ég fékk að vera hjá ykkur, við höfum verið svona 5-6 ára. Við vorum í dýraleik með rosa læti og amma þín valdi alltaf nýtt og nýtt dýr til að herma eftir. Fyrir rest sagði hún okkur svo að herma eftir gíraffa, trixið var að þeir segja víst ekki neitt. Ég hef oft hlegið að þessari minningu, ekki föttuðum við þá að það væri verið að reyna að láta okkur hafa hljóð - en það virkaði! :)

Berglind

Berglind (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Begga
Begga

Tveggja barna móðir og eiginkona á austurlandi.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband