Þetta er búið að vera æðislegt sumar. Snorri fór í heila viku með alla 3 krakkana í bæinn og ég var ein heima, reynar að vinna, og fékk að finna aðeins hvernig það er að vera barnlaus. Þvílíkt sem ég saknaðði krakkanna.
Við hittumst aftur eftir þessa viku og fórum í smá útilegu með tengdó og systir hans snorra og öllu því sem fylgir. Eftir það fórum við heim og vorum hérna um frönsku dagana og fengum góða gesti.
Aðalmál sumarsins var eyjaferðin. Við fórum í heila viku og gistum hjá Sylvíu og Jóni. Fórum auðvita á þjóðhátíð. Mikið rosalega fann ég fyrir því hvað ég er orðin gömul þarna. Á sunnudagskvöldinu, sem er síðasta og mesta djammkvöld þjóðhátíðar, þá vorum við sylvía bara 2 í dalnum. Skildum kallana eftir heima með krakkana. að frátöldum Bernó sem er orðin svo gamall að hann var bara á þvælingi með frænda sínum. Við vorum geðveikt spenntar að vera bara 2 og barnlausar að við ætluðum að vera langt frameftir en þolið náði ekki lengra en til 00:30. Þvílík gamalmenni.
Nú erum við komin heim og hjónin byrjuð að vinna. Frumburðurinn átti 7 ára afmæli í gær. Þvílík spenna í gangi þar. Veislan verður á eftir, ef ég verð búin að baka þ.e.a.s.
Aþena labbar og talar út í eitt. Ekkert smá dugleg stelpa enda orðin 20 mánaða. Sem minnir mig á það að það eru ekki nema 4 mánnuðir til jóla.
Ég verð kannski duglegri að blogga núna þegar sumarfríið er búið hjá öllum og allt komið í rútínu.
Annars verð ég að segja til hamingju til allra afmælisbarnanna síðan í sumar og Líf til hamingju með frumburðinn og Ella með bumbuna.
þar til síðar...................... vonandu ekki mikið síðar samt
Athugasemdir
takk elskan :) ég er alveg sammála, mér finnst blogg vera meiri haust/vetraríþrótt en sumar ...
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 23.8.2008 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.