Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Snilldar lausn

Já ég hef lausnina alveg á hreinu. Ég er að vinna á Reyðarfirði og horfi upp á búðirnar rétt hjá álverinu. Þar eru fullt af húsum sem auðveldlega væri hægt að skella betri læsingum á og gera svo girðingar í kringum svæðið.

Það er allt til alls þarna, matsalur, æfingasalur fl. Þarna er líka það mikið af húsum að hægt væri að flytja inn fanga frá okkar nágrannaþjóðum og fá þannig inn gjaldeyristekjur. Það er líka ekki auðvelt að flýja hér, ég meina hvert á fólk að fara. Hér er ekki skjól stórborgar, það eru ekki nema 2 flug á dag til Reykjavíkur og samt þarf að fara nokkuð marga km til að komast á flugvöllinn og ef fólk fær einhvern til að skutla sér í bæinn þá er svo langt þangað að flóttinn er löngu stoppaður áður en komist er í bæinn.

Fangelsið á Reyðarfjörð


mbl.is Auglýst eftir húsnæði undir fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Begga
Begga

Tveggja barna móðir og eiginkona á austurlandi.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband