Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Það er eitthvað sem ég skil ekki, og sérstaklega eftir þessa helgi. Tvítug stelpa sem ég þekki var á djamminu um helgina. Missti af vinum sínum vegna þess að hún sofnaði. Þegar hún vaknar ákveður hún að taka bara bílinn þrátt fyrir ástand sitt og ekur af stað. Hún ekur útaf, með farþega, hún er með 3 brotna hryggjaliði. Læknar telja samt góðar líkur á að hún gangi aftur þar sem þeir telja hana hafa sloppið við mænuskaða. Hún hefur samt ekki mátt fyrir neðan hné.
Hún mátti ekki missa af ballinu. Hverju ætli hún missi af núna. Ekki fer hún mikið á djammið með brotið bak.
Hverju ætli hún hefði misst af hefði farið verr.
Hún vildi bara vera með.
Hvað fer í gegnum hausinn á fólki sem gerir þetta????
Dægurmál | 29.9.2008 | 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dægurmál | 26.9.2008 | 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég veit ekki hvort það er en það er a.m.k. ekki mikið að frétta héðan úr sveitinni. Ég er að spá í að fá lánaða gömlu saumavélina hjá mömmu. Þetta er 33 ára gömul pfaff vél sem hefur örugglega þjónað mömmu minni vel. Hún liggur núna bara inn í skáp hjá henni og leiðist svo ég ætla að fá hana lánaða og föndra smávegis. Hún þarf samt að fara í smá þrif og smurningu og kostar það kannski 7000 kall en ég held að það sé dýrara að kaupa vél.
Birta og Ísak eru ennþá óaðskiljanleg. Við mömmurnar höfum smá áhyggjur að þau séu búin að gleyma hinum vinum sínum því þau leika sér bara 2 saman. En svo fá þau leið á hvort öðru einn og einn dag og tala viðhina krakkana og svo hittast þau aftur. Ísak er að fara í smá ferð í bæinn þessa helgina svo ég hugsa að Birta verði ansi vængbrotin á meðan.
Við Aþena erum duglegar að finna okkur eitthvað að gera. Í dag fórum við og þrifum bílnn hans Snorra. Ekki var vanþörf á, ég held hann hafi ekki verið þrifin almennilega síðan hann fékk bílinn fyrir 2 árum. En þar sem bílinn minn er á bílasölu næstu daga þá verð ég að skrölta á þessum bíl og hann fékk smá þrif. Ég var á bílnum í gær og löggan stoppaði mig vegna þess að hann var eineygður. Ég skammaðist mín svo fyrir draslið í bílnum að ég læt það ekki gerast aftur.
Snorri er eitthvað að gæla við að fara í bæinn um jólinn. Taka þá 2 daga frí í vinnunni sem eru á milli jóla og nýárs og vera þá um 8 daga í bænum. Ég er ekki alveg búin að taka ákvörðun um þetta. Sé aðeins til. Ég er ekki alveg að nenna þessu eins og í fyrra. Kannski ef mamma verður á landinu.
Dægurmál | 25.9.2008 | 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er búin að liggja í vibba pest síðan á föstudaginn. Það var auðvita líka helgin hans Snorra í bænum svo ég er búin að vera ein með 3 brjálæðinga. Það þarf ekki að taka það fram að íbúðin okkar var ekki falleg þegar Snorri kom heim á þriðjudaginn. 'Eg var ekki búin að hafa orku til að setja í uppþvottavél síðan á laugardag. Það eina sem ég gerði var að setja í þvottavél um leið og ég varð að fara með hundinn út. Það er líka frekar strembið að vera með 2 krakka og vera raddlaus. Ég var mikið í því að smella fingrum, klappa og benda. Það vikaði furðulega oft og þurfti ég lítið að reyna á röddina, sem var alveg hræðilega lítil.
Þetta er samt allt að skríða saman. Hitinn búinn að lækka frá 40° í 38°. Snorri komin heim og búin að ganga frá leirtauinu. Ég kemst vonandi í vinnu á morgun.
Veðrið hér er ansi leiðinlegt. Við vöknuðum í nótt við að gluggi fauk upp. Ég hafði ekki lokað honum almennilega. Svo var hundurinn eitthvað stressuð og var mikið á ferðinni. Henni er svo illa við svona veður að þegar ég setti hana út í morgun þá þurfti ég að loka hurðinni og reka hana út á gras því hún ætlaði ekki út. Hún er svo mikil gunga þrátt fyrir að bera það ekki með sér.
Dægurmál | 17.9.2008 | 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allt er til í þessum bransa. Ég heyrði það fyrir mörgum árum að skemmtistaður einn væri með aðgöngumiða sem í væri LSD og skilirði fyrir inngöngu væri að borða miðann..... Þetta var einhversstaðar í útlöndunum. Ég vona að svona sé ekki til hérna á litla Íslandi
Fíkniefni seld í sælgætisverslun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 14.9.2008 | 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég fékk símtal áðan. Það var strákur að spyrja mig hvort ég hefði týnt síma í sumar. "já, er hann bleikur?" jú hann var það. Hann fannst í sófa í íbúð sem Snorri tók á leigi í R.V í sumar. Vá hvað ég þakkaði þessum strák mikið fyrir að vera svona heiðarlegur.
Dægurmál | 10.9.2008 | 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
He found, when he had issued them there was still one dog to go -
"Where's this dog's face?" He called aloud, "I know I must have made it.
There must be someone hereabouts who's clumsily mislaid it."
A shy young angel then stepped up, "Forgive me, Lord," he said.
He stuttered and he stammered and he turned a little red-
"I never thought it was a face - it fell out of your bag.
So I thought you had discarded it as just a piece of rag.-
"So I promptly went and used it for so very many things,
Like polishing up the halos and waxing up the wings.
"It's creased and crumpled as you see - in truth it's a disgrace..
I don't know how my dearest Lord, you can use it for a face.
"I realise it's all my fault, and there's no one else to blame.
I trust you can forgive me Lord, My heart's so full of shame."
"Of course I have forgiven you, but here we've got a mess,
So I'll make amends to this poor dog and him I'll truly bless.
"He'll be called an 'English Bulldog' that's about the only place
Where the people are so silly as to love an ugly face.
But he'll be kind and gentle and of courage he'll be full -
As well as love and loyalty - the ugly, lovely Bull."
And that is how, my children, in that long-gone year of grace
The dear old English Bulldog got his lovely, ugly face. . .
By A.N.K. Hobbs
Dægurmál | 4.9.2008 | 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leikskólinn lokaður í 3 daga plús helgina. Við Snorri skiptum þessu auðvita niður og ég tek fimmtudag og föstudag en hann mánudaginn. Það var kannski ágætt að ég fann ekki pössun fyrir litla skottið því stóra skottið er veik. Hún LAGÐI SIG áðan. Hún gerir það aldrei.
Útsalan heldur áfram. Sennilega búin að selja háa rúmið og tjaldvagninn. Búin að selja mótorhjólið.
Bílinn og allt hitt er eftir.
Ég er með stórt og flott borðstofuborð fyrir 8, sjónvarpsskáp, skenk (eins og myndin er en bara ekki með þessum sáp fyrir ofan, það er ein hilla)og sófaborð allt í sama stílnum held þetta heiti Leksvik. Ég á svo sem líka 5 stóla við borðið en þeir eru soldið lúnir og hundurinn er búin að setja nokkur tannaför í sófaborðið en annað lítur mjög vel út.
http://www.ikea.is/vorur/skipulagid/vegghillur/?ew_8_cat_id=34315&ew_8_p_id=4574
Svo á ég eina svona enn í pakkanum
2 trégrímur og 1 tré sól
Flottur lampi úr ikea, dökkur að neðan og ljóskremaður skermur.
Dægurmál | 4.9.2008 | 15:26 (breytt kl. 15:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Já hér getur þú gert góð kaup.
Suzuki grand vitara 2.0 árgerð 2005. Hann er sjálskiptur bensínbíll og afar þægilegur í akstri. Hann er ekinn soldið mikið eða 126.000 enda er þetta gamall bílaleigubíll. Það er samt vel hugsað um vélina í honum og allt í tipp topp þar. Það er ákvílandi um 650.000 og gangverð um 1,6 m. en þú getur fengið hann á 1.160.000 kr.
Trigano Odyssee tjaldvagn árgerð 2003. Mjög fínn vagn sem er með áföstu fortjaldi og svefplás fyrir 4-6. Ákvílandi á vagninum er um 270.000 og væri ágætt að fá tilboð í hann.
Svo á ég líka ýmislegt ef þig vantar eitthvað í búið en átt ekki mikinn pening. Ég á t.d. sófa 3+2 úr ljósu áklæði en það eru 2 börn og hundur búin að setja smá mark á hann en þetta á að vera mícrofíber áklæði svo ef einhver nennir þá er hægt að skrúbba hann góðan, ég hef bara ekki haft tíma í að gera það almennilega
Ég á líka tempurdýnu sem er 2m*150 og er með hlýfðardýnu og fæst þetta fyrir lítið. Dýnan er um 6 ára.
Ég á líka hátt barnarúm með stiga. það getur fylgt með þessu bleik dýna. Þetta rúm er frá húsgagnasmiðjunni og er mjög fínt rúm. Kostaði nýtt um 50þ en fer á minna. Kannski 15
Dægurmál | 2.9.2008 | 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)