Snilldar lausn

Já ég hef lausnina alveg á hreinu. Ég er að vinna á Reyðarfirði og horfi upp á búðirnar rétt hjá álverinu. Þar eru fullt af húsum sem auðveldlega væri hægt að skella betri læsingum á og gera svo girðingar í kringum svæðið.

Það er allt til alls þarna, matsalur, æfingasalur fl. Þarna er líka það mikið af húsum að hægt væri að flytja inn fanga frá okkar nágrannaþjóðum og fá þannig inn gjaldeyristekjur. Það er líka ekki auðvelt að flýja hér, ég meina hvert á fólk að fara. Hér er ekki skjól stórborgar, það eru ekki nema 2 flug á dag til Reykjavíkur og samt þarf að fara nokkuð marga km til að komast á flugvöllinn og ef fólk fær einhvern til að skutla sér í bæinn þá er svo langt þangað að flóttinn er löngu stoppaður áður en komist er í bæinn.

Fangelsið á Reyðarfjörð


mbl.is Auglýst eftir húsnæði undir fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

snilldarlausn

Hólmdís Hjartardóttir, 16.9.2009 kl. 15:32

2 Smámynd: Björn Birgisson

Einhvers staðar sá ég að sólarhringsvist hvers fanga kostaði ríkið 24 þúsund krónur. Það þýðir að árs fangavist kostar rúmlega 8,7 milljónir. Til samanburðar þá er þingfararkaup óbreyttra alþingismanna um 7,2 milljónir á ári. Rekstur þingmanns er miklu hagkvæmari en rekstur fangans!

Nú árar illa hjá okkur smáfuglunum. Tómahljóð í kassanum. Engir aurar til fyrir nýju fangelsi. Engir aurar til fyrir rekstri þeirra gömlu. Illt er í efni. Hvað er þá til ráða? Auðvitað sakaruppgjöf! Nú eru 240 manns á biðlista eftir afplánun. Ekki trúi ég því að sök þeirra allra kalli á sérstaka nauðsyn þess að loka þá inni. Lausnarorðið er því sakaruppgjöf. Náðun í kreppu. Kreppunáðun. Lausaganga fanga. Lítum á nokkrar tölur:

Náðum 10 og spörum 87,6 milljónir.

Náðum 20 og spörum 175,2 milljónir.

Náðum 30 og spörum 262,8 milljónir.

Náðum 40 og spörum 350,4 milljónir.

Náðum 50 og spörum 438,0 milljónir.

Og svo framvegis .....................................................

Er ekki þarna komin ágæt fjármögnunarleið fyrir nýbyggingu fangelsis? Það eru margar vitlausar hugmyndir í gangi í þjóðfélaginu í dag. Ætli þessi sé kannski sú alvitlausasta! Cool

Björn Birgisson, 16.9.2009 kl. 18:41

3 identicon

Góð hugmynd, tek ofan fyrir þér, án gríns.

Eitt sem ég fyrirfram óttast í sambandi við þessa þróun, að leigja húsnæði af einkaaðilum, ég er hrædd um að næsta skref í þessarri þróun, verði að reksturinn á yrði einkavæddur.  Þá eru margir fangar orðnir eins og margir þorskar í sjónum, jafnvel tekið lán útá þá. 

Inga (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 19:45

4 Smámynd: Björn Birgisson

Einkavæddir fangar! Veðsettir fangar! Þú segir nokkuð! Kannski er það næsta mál á dagskrá!

Björn Birgisson, 16.9.2009 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Begga
Begga

Tveggja barna móðir og eiginkona á austurlandi.

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband