Ég held það sé ekki hægt að segja þetta of oft. Ég versla reglulega í krónunni, fer oftar en 1 sinni í viku þar sem ég er að vinna hérna nánast í næsta húsi og ef ég vill splæsa í eitthvað bakkelsi í hádeginu eða ef það vantar eitthvað smá heim þá er stutt að fara.
Ég geri það oftast að vana mínum að renna létt yfir miðann, sérstaklega ef ég er að gera stórkaup. Það gerist frekar oft að ég taki eftir einhverju smálegu og ég hika ekki við að fá það lagað. En svo koma þessir *aðeinsað skreppatilaðkaupamjólkímorgunmatinn* dagar og það er þá sem ég nenni ekki alltaf að kíkja á miðan, stundum segi ég afgreiðslufólkinu að henda miðanum fyrir mig. En það er svo, þegar yfir heildina er litið, akkurat þá sem mestu mistökin eru gerð á kassanum.
Ég fór að versla áðan eins og svo oft áður. Tók handkörfu með mér svo ekki var mikið sem ég verslaði, alveg 4 páskaegg til að senda til Danmerkur. Þetta fer svo bara ofaní poka og ég borga rúmar 5000 kr fyrir, borga meira segja fyrir pokann. Svo átti ég leið í apotekið og er þar inni eitthvað að stússast og tek miðann úr krónunni þar sem hann var eitthvað að þvælast fyrir mér í höndunum og ætla stinga honum í vasann en ákveð að aðeins renna yfir hann. Viti menn, það voru 3 hlutir á miðanum sem ég var bara alls ekki að kaupa og var ekki með í pokanum mínum, þetta var eitthvað hárskraut og var upphæðin rúmlega 800 kr auka.
Auðvita var ekkert mál að fá þetta lagað en starfsfólkið á kassanum er ekki alltaf vakandi fyrir svona mistökum og það er á ábyrgð okkar sem erum að versla að fara yfir miðann, það er samt ekki alltaf sem fólk leiðréttir ef það er ekki rukkað fyrir eitthvað eða það sér að varan er ódýrari á kassa en í búð. Það þarf líka að segja frá því
Flokkur: Dægurmál | 2.4.2009 | 14:08 (breytt kl. 14:49) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.