Við hjúin fórum að spila eina kvöldstund hjá vinafólki okkar á Eskifirði fyrir nokkru síðan og spiluðim spil sem heitir UNO attack. Mjö skemmtilegt spil, það er eins og UNO gamla sem margir kunna en með smá twist. Okkur fannst það svo sniðugt spil að við fórum að leita að því. Þetta fæst að sjálfsögðu ekki á Íslandinu góða svo við fórum með viðskipti okkar á Amazon. Það kom svo í gær þetta spil og mikil kátína var hjá mér og Birtu að læra almennilega á þetta og prufa smá. Nú mega jólin koma því þetta er það eina sem ég er búin að plana um jólin, að spila þetta spil. Allar gjafir, bakstur og annað má bara eiga sig, þetta verða SPILAJÓL.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.