He he eða það var svo sem ekkert vesen á löggunni. En það sem gerðist til að ég hringdi á lögguna var það. Bæjarbittan, sem heimsótti mig eina nóttina síðasta sumar og hrundi nánast upp í rúm til mín, kom í heimsókn á neðri hæðina í gær. Ég er í tvíbýli með sameiginlegum inngang svo það fer ekki á milli mála ef það er eitthvað vesen í gangi.
Ég var komin upp í rúm þegar gsm síminn hringir, hann er við hliðina á mér svo ekki var langt að teygja sig í hann. Þá er það stelpan á neðri hæðinni sem segir mér að það hafi birst einhver drukkin kona inn í stofunni hjá henni og neitaði að fara. Hún hafði samt náð henni út á stétt þegar ég var komin niður. þau sögðust ætla fara út að reykja og hún var alveg til í að kveikja sér í rettu svo hún elti en lengra vildi hún ekki. Þessi kona á eitthvað erfitt, er mikið að drekka og í einhverjum pillum og svoleiðis. Hún var ekki einu sinni í skóm, sagði einhverntíma að það væri betra að vera bara í sokkum þegar það væri hált úti því skórnir væru svo hálir!!!
Ég hringdi strax á lögguna þegar hún neitaði að fara af lóðinni. Hún ætlaði þá að ráðast inn en við náðum með ljótum orðum, ýtum og svo loks með því að koma henni nógu langt út til að loka og læsa að losa okkur við hana. Mínútu seinna var löggan komin. Við skiljum samt ekki alveg afhverju löggan sá hana ekki á leiðinni því þau hefðu átt að mætast miðað við áttina sem kellan labbaði en mig grunar að hún hafi bara farið í heimsókn í næsta hús.....
Mikið er gott að drekka ekki.........
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.