Helgin að koma

Helgin alveg að koma, ji hvað ég hlakka til. Ég sendi Birtu til Reykjavíkur og kemur hún ekki heim fyrr en á þriðjudag. Vetrarfrí í skólanum og eitthað þarf að gera til að redda því og hvað er betra en að skella ábyrgðinni á einhvern annan.

Snorri fer svo að vonna á morgun og þá verð ég ein með litlu skottunni. Við erum að passa lítinn kettling af neðri hæðinni en annars erum við bara 2 fram á þriðjudag.

Það er átak í vinnunni hjá mér að selja líf-og sjúkdómatryggingar og eru verðlaun fyrir þá söluhæðstu svo ef það er einhver í þeim hugleiðingum að fá sér slíkar tryggingar eða að fá tilboð í þær þá endilega bjalla á mig og ég redda því.

En svona fyrir þá sem ekki vita þá eru 61 dagur til jóla og ég get ekki beðið efir því. Ég fæ 9 daga frí og svo vinna í 2 og svo aftur frí í 2 daga og strax þar á eftir er helgi. Við förum til Reykjavíkur um jólin og verðum með íbúð á leigu frá VR í Ljósheimum. Ég hlakka svo til að hitta alla familíuna og fá góðan mat og slappa af.

Svo ætlum við að kíkja í heimsókn til Rósu okkar á Flúðum og hitta nýju fjölskylduna hennar. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að hún sé döpur þarna. Konan sem tók hana að sér er búin að vera í símasambandi við mig nokkrum sinnum og lætur mig vita hvernig gengur og ég held ég hefði ekki geta komið henni á betra heimili. Það er samt soldið skrítið að hafa hana ekki heima, meiri tími til að slaka á en á móti fer ég ekki eins mikið út. Ég þarf bara að vera duglegri að koma mér út með litlu skottuna.

En ég nenni ekki mikið að krota hérna þessa dagana enda kannski ekki mikið að gerast hérna. Ég er komin á facebook og er eitthvað að skoða þar inni. Ég hef samt ekki verið  þekkt fyrir það að vera lengi á sama staðnum en ég ætla nú ekki að loka á þessa síðu strax en ég veit ekki hversu oft ég nenni að láta vita af mér

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Begga
Begga

Tveggja barna móðir og eiginkona á austurlandi.

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband