Ölvunarakstur

Það er eitthvað sem ég skil ekki, og sérstaklega eftir þessa helgi. Tvítug stelpa sem ég þekki var á djamminu um helgina. Missti af vinum sínum vegna þess að hún sofnaði. Þegar hún vaknar ákveður hún að taka bara bílinn þrátt fyrir ástand sitt og ekur af stað. Hún ekur útaf, með farþega, hún er með 3 brotna hryggjaliði. Læknar telja samt góðar líkur á að hún gangi aftur þar sem þeir telja hana hafa sloppið við mænuskaða. Hún hefur samt ekki mátt fyrir neðan hné.

Hún mátti ekki missa af ballinu. Hverju ætli hún missi af núna. Ekki fer hún mikið á djammið með brotið bak.

 Hverju ætli hún hefði misst af hefði farið verr.

 Hún vildi bara vera með.

Hvað fer í gegnum hausinn á fólki sem gerir þetta????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Begga
Begga

Tveggja barna móðir og eiginkona á austurlandi.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband