Ég er búin að liggja í vibba pest síðan á föstudaginn. Það var auðvita líka helgin hans Snorra í bænum svo ég er búin að vera ein með 3 brjálæðinga. Það þarf ekki að taka það fram að íbúðin okkar var ekki falleg þegar Snorri kom heim á þriðjudaginn. 'Eg var ekki búin að hafa orku til að setja í uppþvottavél síðan á laugardag. Það eina sem ég gerði var að setja í þvottavél um leið og ég varð að fara með hundinn út. Það er líka frekar strembið að vera með 2 krakka og vera raddlaus. Ég var mikið í því að smella fingrum, klappa og benda. Það vikaði furðulega oft og þurfti ég lítið að reyna á röddina, sem var alveg hræðilega lítil.
Þetta er samt allt að skríða saman. Hitinn búinn að lækka frá 40° í 38°. Snorri komin heim og búin að ganga frá leirtauinu. Ég kemst vonandi í vinnu á morgun.
Veðrið hér er ansi leiðinlegt. Við vöknuðum í nótt við að gluggi fauk upp. Ég hafði ekki lokað honum almennilega. Svo var hundurinn eitthvað stressuð og var mikið á ferðinni. Henni er svo illa við svona veður að þegar ég setti hana út í morgun þá þurfti ég að loka hurðinni og reka hana út á gras því hún ætlaði ekki út. Hún er svo mikil gunga þrátt fyrir að bera það ekki með sér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.