Leikskólinn lokaður í 3 daga plús helgina. Við Snorri skiptum þessu auðvita niður og ég tek fimmtudag og föstudag en hann mánudaginn. Það var kannski ágætt að ég fann ekki pössun fyrir litla skottið því stóra skottið er veik. Hún LAGÐI SIG áðan. Hún gerir það aldrei.
Útsalan heldur áfram. Sennilega búin að selja háa rúmið og tjaldvagninn. Búin að selja mótorhjólið.
Bílinn og allt hitt er eftir.
Ég er með stórt og flott borðstofuborð fyrir 8, sjónvarpsskáp, skenk (eins og myndin er en bara ekki með þessum sáp fyrir ofan, það er ein hilla)og sófaborð allt í sama stílnum held þetta heiti Leksvik. Ég á svo sem líka 5 stóla við borðið en þeir eru soldið lúnir og hundurinn er búin að setja nokkur tannaför í sófaborðið en annað lítur mjög vel út.
http://www.ikea.is/vorur/skipulagid/vegghillur/?ew_8_cat_id=34315&ew_8_p_id=4574
Svo á ég eina svona enn í pakkanum
2 trégrímur og 1 tré sól
Flottur lampi úr ikea, dökkur að neðan og ljóskremaður skermur.
Flokkur: Dægurmál | 4.9.2008 | 15:26 (breytt kl. 15:31) | Facebook
Athugasemdir
eruði búin að kaupa ykkur ný húsgögn eða ætliði bara að sitja á berrössuðu gólfinu???
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 4.9.2008 kl. 16:49
Sitja á gólfinu bara.
Begga, 4.9.2008 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.