18 mánuðir

Það er að verða 18 mánuðir síðan Aþena Rán fæddist. Ji minn hvað þetta er allt of fljótt að líða.

Anars er allt í góðu að frétta. VIð fórum í útilegu um helgina og skelltum okkur í Atlavík með hundana. Það var ágætt. Soldið kalt fyrstu nóttina enda fréttum við að það hefði verið -1° á flugvellinum um nóttina. Við fórum svo að skoða þessa umdeildu stíflu og löbbuðum að einhverjum foss og fórum í sund og lágum í leti. Bara ágætis helgi.

Nú er ég mikið að spá í olíuverðinu þessa dagana eins og margir. Ég er að æfa mig í sparakstri og komin í 4,7 lítra á skodanum. Það getur talist helv** gott. Miðað við líterinn kostar hér núna um 186 kr. Svo spái ég líka aðeins meira í því að ég á heima í litlu plássi og get labbað  miklu meira en ég geri. VIð löbbuðum í sjoppuna í gær og var bara ágætt. Tókum hundana með og gerðum bara gott úr þessu. Ég hefði sennilega keyrt þetta í vetur, en svona er þetta, það þarf að aðlaga sig að breyttum aðstæðum.

Ég fæ miða á tónleika á fimmtudaginn, Ferð án fyrirheits, ég veit ekki alveg hvort ég komist en mig langar, svo er ég að fara með vinnunni og Snorra í Papey á laugardaginn. Birta kemur heim á fimmtudag frá Færeyjum og fullt að gera.

Vonandi verður gott veður á morgun................Það er búið að hellast niður rigningin hérna í dag, ég þarf að minnsta kosti ekki að vökva grasið heima


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Begga
Begga

Tveggja barna móðir og eiginkona á austurlandi.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband