Ég er svo dugleg að blogga eða hittó.
Ég er búin að vera standa í þvílíku stússi með heimilistækin hérna. Við byrjuðum á því á þriðjudag að berja og saga gömlu frystikistun sem var í þvottahúsinu. Berja og saga gæti einhver spurt. Já málið var að kistan var sett inn áður en hitakútarnir voru settir fyrir hurðina svo ekki komst hún sömu leið út og hún kom inn. Þess vegna var tekin stór sleggja og sög og hún bútuð niður til að komast út. Á meðan við vorum að þessu þá tókum við eftir því að rafmagnsofninn sem er í þvottahúsinu var búin að bræða kælibox svo mikið að handfangið var orðið fast við boxið og þegar við tókum millistikkið´úr sambandið sem þvottavélin var í sambandið við þá var það svo brunnið að einn pinninn datt af. Þar með vorum við búin að bjarga húsinu frá 2 brunum.
Svo kom fimmtudagur og þá sá ég að ísskápurinn minn var ekki að virka. Humm. Það eru 2 pressur á honum svo frystirinn var í lagi og ég tók upp á því að frysta mikið vatn í flöskum til að halda kælingu á ísskápinum og því sem var þar inni. Frændi minn kom og athugaði hann á föstudeginum og sagði mér að senda han í viðgerð. Það var svo ekki hægt fyrr en á þriðjudegi (hvítasunna)
Ég hringi svo á föstudag til að kanna málin með skápinn góða og þá er ekki til pressa á landinu og 2 vikur í hana. Vá hvað ég varð pirruð þarna. Ég er búin að finna ferðaísskáp sem gengur fyrir rafmagni og kælitösku. Ég get verið með 4 potta mjólk og álegg í þessu öllu saman. Ég hringdi í Elko sem ætla að senda mér lánsísskáp sem kemur á þriðjudag.
Sagan er ekki alveg búin hér. Eftir þetta bras í þvottahúsinu þá set ég þurrkarann á nýjan stað, en hann hallar örlítið þar en ég hélt það skipti ekki máli. Svo er nágrannakonan mín búin að setja í nokkra þurrkara og ég set í einn í gærmorgun og svo fer ég að vinna í garðinum. Kemur þá ekki nágrannakonan mín út í glugga og segir mér að það sé skrítið hljóð í þurrkaranum. Þegar ég kíki á það þá er komin smá brunalykt og ég auðvitað tek allt úr sambandi og opna tækið. Sé ekkert, ákveð að opna að neðan og þá fer allt á flot. Þegar vatnið var búið að leka vel út sá ég að slangan sem á að taka vatnið og færa það upp í tank er stífluð af hárum. Afþví að þurrkarinn hallaði náðu tækið ekki að sýja þau frá. Brunahætta 3 komin.
Já en þrátt fyrir allt þetta þá veit ég að þetta hefði geta farið miklu verr. Það hefði geta kviknað í þvottahúsinu ánn þess að við tækjum eftir því, ísskápurinn hefði geta verið dottin út ábyrgð og kostað mig 30.000 kall. Nágrannar mínir gætu verið leiðinlegir og ekki bjóðast til að geyma allt úr frystinum mínum g gefa mér klaka í kókið mitt. Já og örugglega margt fleira. ég er enn róleg yfir þessu öllur saman.
Annars var ég ógeðslega dugleg í gær og sagaði fullt að greinum í gær og batt í knippi. Tók frystikistuna og setti í hrúgu svo hún verði tekin eftir helgi. Tók alla rabbabarana og reyndi að drepða þá með exi. Rakað allan garðin, fór í göngutúr, tók til í geymslunni og fann ýmislegt fleira til að setja í frystikistuhrúguna. Allt þettaq erfiði var ágætis líkamsrækt og harðsperrurnar í dag sanna það.
Helga vinkona er að útskrifast í næstu viku, til hamingju með það.
Úff þetta er allt of löng færla til að ég nenni að segja fleiri fréttir. Þar til síðar
Flokkur: Dægurmál | 18.5.2008 | 09:15 (breytt kl. 09:15) | Facebook
Eldri færslur
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Fá ekki svör og hætta þjónustu
- Nýir eigendur Pylsuvagnsins
- Verkfalli lækna aflýst á síðustu stundu
- Þrír menn ruddust inn í íbúð í Vesturbænum
- Þurfa að fjölga um 100 legurými
- Verkföllum lækna aflýst
- 77 ár á milli þess elsta og yngsta
- Myndir: Innrauðar rásir sýna hreyfingu hraunsins
- Áttar sig ekki á ummælum Sigurðar Inga
- Vantar leiðbeiningar um rafgeyma
Erlent
- Seljið þið bíla?
- Skutu 250 eldflaugum á Ísrael
- Rússar ráða jemenska skæruliða til sín
- Munu elta skipið ef það siglir af stað
- Sex drepnir í skotárás á bar
- Dæmdur fyrir að koma sér hjá herskyldu með ofáti
- Fundu 41 lík sem notuð voru til hugleiðslu
- Ása Ellerup flutt út og ætlar að selja húsið
- Hulda saksóknari: Tökum þetta ekki til greina
- Óþekktir drónar sáust yfir breskum herflugvöllum
Fólk
- Sóli seldi upp á 37 sýningar
- Úr trymbli í Trump
- Stjórnendur kvikmyndahátíða funda í Hveragerði
- Íbúar Basel samþykkja fjármögnun Eurovision
- Skiptir aftur um kyn
- Fyrsta stiklan úr Vigdísi
- Gert á kostnað brostinna hjarta
- Harry alltaf einn á ferð
- Diddy óskar eftir að losna í þriðja sinn
- Lítil spenna fyrir nýjustu þáttum Harry og Meghan
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.