BARNLAUS

Jamm og já ég er barnlaus í borginni, tók samt hundinn með mér til að geta knúsað einhvern hérna. Ég er annars bara að vinna og útrétta. Snorri hótaði því samt að senda mig aldrei aftur eina í bæinn, ekki vegna þess að hann þurfi að vera með börnin, nei, vegna þess að ég á það til að eyða smávegis af peningum. Humm, ég held það sé í lagi, ég fer ekki oft í bæinn.

Annars er Snorri að standa sig eins og hetja með stelpurnar heima, ég hafði ansi miklar áhyggjur af þessu, hugsaði með mér að þær fengu ekkert að borða og væru í skítugum fötum og allt bara í klessu. Það var svo einhver sem minnti mig á að það er ekki ég sem stjórna öllu og ég sleppti tökunum á þessu öllu. Auðvita sé ég það núna að þetta voru allt óþarfa áhyggjur sem betur fer.

Ég er búin að versla á mig föt, fara í IKEA og í dýrabúðina. Ég hugsa að ég fari ekki mikið meir að versla en ég á eftir að fara í heimsókn á ansi marga staði, ég verð að fara setja í annan gír með það og fara bóka mig til fólks. Svo fer ég líka til Dísu með Rósu og kíki auðvita í smá kaffi í leiðinni.

Vinnan gengur ágætlega, þetta er soldið mikið af upplýsingum á stuttum tíma en akkurat það sem mig vanaði, ég væri samt alveg til í að ná nokkrum dögum til viðbótar, bara til að vera öruggari  þegar ég fer aftur heim. Ég fer kannski aftur seinna og verð þá búin að læra aðeins meira til að komast í flóknari vinnu. Ég á að hitta sölumann á föstudaginn og læra hjá honum. Þá er eins gott að fylgjast með þar sem söluhliðin á vinnunni verður 50% af vinnunni minni en gæti náð því að 3falda launin.

Jæja þá ætla ég að far koma mér í háttinn.

Kv. frá Reykjavíkinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

alveg er ég viss um að snorri er með illt í veskinu ... en veistu, það er manninum mínum líka ... við nebblega keyptum rándýra uppþvottavél í dag ... sjitttt hvað ég hlakka til að þurfa ekki að vaska upp lengur húrra húrra húrra ... ps ég er heima alla daga alltaf velkomin

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 30.4.2008 kl. 18:49

2 identicon

æj ég vildi óska þess að ég hefði tíma til að droppa inn á alla. 'Eg kem kannski ef það kemst að hjá mér.

Begga (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Begga
Begga

Tveggja barna móðir og eiginkona á austurlandi.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband