LOKSINS

ég er búin að liggja í sólbaði í dag, mikið rosalega er það góð tilfinning. Það er enn svo mikill snjór í garðinum að það er hálf skrítið að það sé hægt að liggja á stuttbuxum og bol og sleikja sólina. 'Eg var samt líka dugleg og sagaði nokkrar greinar og tíndi upp rusl og annað í garðinu. Rósa alveg uppgefin eftir allt og búin að liggja sofandi síðan í hádeginu.
Svo skal toppa daginn með fajitas í kvöld og video með ástinni minni í nóttinni.
Það er komið á hreint að síðasta sunnudaginn í apríl sem er 27 held ég fer ég í bæinn og verð til 2 maí. Ég er að fara í bootcamp í vinnunni að læra það sem vantar uppá. Hlakka soldið mikið til en kvíði því líka, er farin að dreyma um þetta á næturnar og allskonar útgáfur af því þar hvernig þetta tekst til.
Við Snorri vorum soldið góð með okkur og splæstum í sólgleraugu á okkur bæði með styrk til að sjá eitthvað í sumar, þetta var á þvílíkt góðu VÍS tilboði og borguðum við bara fyrir glerin, svo í gær, í sömu vikunni og við fáum sólgleraugun, þá brotna mín venjulegu gleraugu í sundur og ég þarf að splæsa í það líka. Garg hvað það var mikið pirr. Ég hló samt soldið af því í gær. Ég get haft gleraugun á nefinu en má ekki mikið hreyfa mig til að þau tolli, svo var mín að fá sér popp og auðvitað þegar ég er að kasta upp í mig lúgufylli af poppi þá hendist af mér annar helmingurinn af gleraugunum eða hangir á eyranu á mér niður með kinn. Ég gat ekki munað eftir þessu og gerðist þetta þvú trekk í trekk. Munið svo að það er bannað að hlægja af minnimáttar;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

hahaha kjáni

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 19.4.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Begga
Begga

Tveggja barna móðir og eiginkona á austurlandi.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband