Veikindi og aftur veikindi

sú litla ný búin að klára lyfin vegna streppa og þá byrjar gullfoss og geysir. Hún byrjaði á fimmtudaginn að gubba og hætti ekki fyrr en í gærkvöldi litla skinnið. Núna er magapínan alveg að fara með hana. Ég er samt fegin að hún sé búin að fatta klósetið. Þó hún sé bara að verða 16 mánaða þá hef ég ekki þurft að skipta á kúkableiju síðan í janúar, ja nema 2svar. Tel ég það nokkuð gott.

Stóra prinsessan steiptist svo öll í útbrotum áðan, læknirinn sagði  mér í síman að annaðhvort er þetta ofnæmi eða 5ta veikin. Vonandi er þetta ekki ofnæmi fyrir dýrum, það yrði soldið vesen þar sem það eru 4 hundar og 5 kettir í þessu litla húsi. Það væri mikil sorg ef það þyrfti að losa sig við þau öll.

Kallinn er enn í bænum, eins og oft áður þegar selpurnar verða veikar. Ég er farin að halda að þetta sé samsæri.

Ég fer bráðum að fara ein í bæinn í bootcamp í vinnunni. Það er að segja ég verð send í þjónustuverið til að læra eins mikið og ég get á 4 dögum. Það er ekki það mikið að gera á Reyðarfirði að ég getu lært allt sem þarf þar. Þetta verður lengsti tíminn hingað til sem ég verð frá litlu Rán. Kallinn verður einn með þær báðar, og dýrin auðvitað, ég vona að hann spjari sig. Undecided


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Begga
Begga

Tveggja barna móðir og eiginkona á austurlandi.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband