Já það er aldeilis orðið grænt og fínt hér fyrir austan, ja fyrir utan garðin okkar hér. Þar sem eru 4 hundar að míga og gera sín stikki í grasið þá vex ekki mikið.
Ég er alveg á fullu í að koma mér inn í vinnuna mína, soldið mikill pakki en allt að koma. Snorri er í fríi þessa vikuna og fer til RV á morgun með Birtu og kemur ekki fyrr en á mánudag. Ætli Birta komi ekki á mánudag eða þriðjudag með mömmu og Rúnari bara til að fara aftur á næsta miðvikudag til færeyja.
Við Aþena dundum okkur bara einar í kotinu á meðan.
Rósa er orðin vel stór og flott en það er eitthvað vesen með táragöngin hjá henni og þau leka heil ósköp og litar það feldinn soldið en ég er búin að fá dropa sem vonandi laga þetta.
Það eru sumir að kvarta við mig að ég sé búin að loka barnanets síðunni en ég gafst upp á því að hafa samskipti við stjórnendur vefsins og fór. Það á að vera hægt að setja myndir og annað hingað inn en ég er ekki alveg farin að nenna því strax. Kannski þegar fer að rósast í vinnunni. Annars verðið þið bara að kíkja í heimsókn ef ykkur er farið að langa til að sjá okkur og stelpurnar.
Annars er lífið mjög einfalt hjá mér. Vinna og hugsa um fjölskylduna er nokkurn vegin það eina sem ég geri. Ég er samt aðeins farin að njóta þess að það eru 2 á heimilinu að vinna fyrir fullum launum og ég er farin að splæsa á mig klippingum og litunum og fötum þegar mig langar til. Það er soldill munur á að hafa efni á því og líta ekki alltaf út fyrir að vera heimilislaus. Þó það sé kreppa og allt það þá höfum við Snorri það töluvert betur núna en þegar allir áttu að vera njóta peninga.
Berglind Ýr mín elsta vinkona er að fara gifta sig 21. júní, sá heppni heitir Hugi og er söngvari. Þau eru svo sæt saman og óska ég þeim alls hins besta. Ég kemst ekki í brúðkaupið en ég gef þeim samt smá gjöf í tilefni dagsins, ég bara gat ekki stillt mig um að kaupa þetta þegar ég sá það.
jæja það þarf að fara sinna börnum og heimili hér, sjáumst og heyrumst
Dægurmál | 4.6.2008 | 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég er svo dugleg að blogga eða hittó.
Ég er búin að vera standa í þvílíku stússi með heimilistækin hérna. Við byrjuðum á því á þriðjudag að berja og saga gömlu frystikistun sem var í þvottahúsinu. Berja og saga gæti einhver spurt. Já málið var að kistan var sett inn áður en hitakútarnir voru settir fyrir hurðina svo ekki komst hún sömu leið út og hún kom inn. Þess vegna var tekin stór sleggja og sög og hún bútuð niður til að komast út. Á meðan við vorum að þessu þá tókum við eftir því að rafmagnsofninn sem er í þvottahúsinu var búin að bræða kælibox svo mikið að handfangið var orðið fast við boxið og þegar við tókum millistikkið´úr sambandið sem þvottavélin var í sambandið við þá var það svo brunnið að einn pinninn datt af. Þar með vorum við búin að bjarga húsinu frá 2 brunum.
Svo kom fimmtudagur og þá sá ég að ísskápurinn minn var ekki að virka. Humm. Það eru 2 pressur á honum svo frystirinn var í lagi og ég tók upp á því að frysta mikið vatn í flöskum til að halda kælingu á ísskápinum og því sem var þar inni. Frændi minn kom og athugaði hann á föstudeginum og sagði mér að senda han í viðgerð. Það var svo ekki hægt fyrr en á þriðjudegi (hvítasunna)
Ég hringi svo á föstudag til að kanna málin með skápinn góða og þá er ekki til pressa á landinu og 2 vikur í hana. Vá hvað ég varð pirruð þarna. Ég er búin að finna ferðaísskáp sem gengur fyrir rafmagni og kælitösku. Ég get verið með 4 potta mjólk og álegg í þessu öllu saman. Ég hringdi í Elko sem ætla að senda mér lánsísskáp sem kemur á þriðjudag.
Sagan er ekki alveg búin hér. Eftir þetta bras í þvottahúsinu þá set ég þurrkarann á nýjan stað, en hann hallar örlítið þar en ég hélt það skipti ekki máli. Svo er nágrannakonan mín búin að setja í nokkra þurrkara og ég set í einn í gærmorgun og svo fer ég að vinna í garðinum. Kemur þá ekki nágrannakonan mín út í glugga og segir mér að það sé skrítið hljóð í þurrkaranum. Þegar ég kíki á það þá er komin smá brunalykt og ég auðvitað tek allt úr sambandi og opna tækið. Sé ekkert, ákveð að opna að neðan og þá fer allt á flot. Þegar vatnið var búið að leka vel út sá ég að slangan sem á að taka vatnið og færa það upp í tank er stífluð af hárum. Afþví að þurrkarinn hallaði náðu tækið ekki að sýja þau frá. Brunahætta 3 komin.
Já en þrátt fyrir allt þetta þá veit ég að þetta hefði geta farið miklu verr. Það hefði geta kviknað í þvottahúsinu ánn þess að við tækjum eftir því, ísskápurinn hefði geta verið dottin út ábyrgð og kostað mig 30.000 kall. Nágrannar mínir gætu verið leiðinlegir og ekki bjóðast til að geyma allt úr frystinum mínum g gefa mér klaka í kókið mitt. Já og örugglega margt fleira. ég er enn róleg yfir þessu öllur saman.
Annars var ég ógeðslega dugleg í gær og sagaði fullt að greinum í gær og batt í knippi. Tók frystikistuna og setti í hrúgu svo hún verði tekin eftir helgi. Tók alla rabbabarana og reyndi að drepða þá með exi. Rakað allan garðin, fór í göngutúr, tók til í geymslunni og fann ýmislegt fleira til að setja í frystikistuhrúguna. Allt þettaq erfiði var ágætis líkamsrækt og harðsperrurnar í dag sanna það.
Helga vinkona er að útskrifast í næstu viku, til hamingju með það.
Úff þetta er allt of löng færla til að ég nenni að segja fleiri fréttir. Þar til síðar
Dægurmál | 18.5.2008 | 09:15 (breytt kl. 09:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jamm og já ég er barnlaus í borginni, tók samt hundinn með mér til að geta knúsað einhvern hérna. Ég er annars bara að vinna og útrétta. Snorri hótaði því samt að senda mig aldrei aftur eina í bæinn, ekki vegna þess að hann þurfi að vera með börnin, nei, vegna þess að ég á það til að eyða smávegis af peningum. Humm, ég held það sé í lagi, ég fer ekki oft í bæinn.
Annars er Snorri að standa sig eins og hetja með stelpurnar heima, ég hafði ansi miklar áhyggjur af þessu, hugsaði með mér að þær fengu ekkert að borða og væru í skítugum fötum og allt bara í klessu. Það var svo einhver sem minnti mig á að það er ekki ég sem stjórna öllu og ég sleppti tökunum á þessu öllu. Auðvita sé ég það núna að þetta voru allt óþarfa áhyggjur sem betur fer.
Ég er búin að versla á mig föt, fara í IKEA og í dýrabúðina. Ég hugsa að ég fari ekki mikið meir að versla en ég á eftir að fara í heimsókn á ansi marga staði, ég verð að fara setja í annan gír með það og fara bóka mig til fólks. Svo fer ég líka til Dísu með Rósu og kíki auðvita í smá kaffi í leiðinni.
Vinnan gengur ágætlega, þetta er soldið mikið af upplýsingum á stuttum tíma en akkurat það sem mig vanaði, ég væri samt alveg til í að ná nokkrum dögum til viðbótar, bara til að vera öruggari þegar ég fer aftur heim. Ég fer kannski aftur seinna og verð þá búin að læra aðeins meira til að komast í flóknari vinnu. Ég á að hitta sölumann á föstudaginn og læra hjá honum. Þá er eins gott að fylgjast með þar sem söluhliðin á vinnunni verður 50% af vinnunni minni en gæti náð því að 3falda launin.
Jæja þá ætla ég að far koma mér í háttinn.
Kv. frá Reykjavíkinni
Dægurmál | 29.4.2008 | 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
ég er búin að liggja í sólbaði í dag, mikið rosalega er það góð tilfinning. Það er enn svo mikill snjór í garðinum að það er hálf skrítið að það sé hægt að liggja á stuttbuxum og bol og sleikja sólina. 'Eg var samt líka dugleg og sagaði nokkrar greinar og tíndi upp rusl og annað í garðinu. Rósa alveg uppgefin eftir allt og búin að liggja sofandi síðan í hádeginu.
Svo skal toppa daginn með fajitas í kvöld og video með ástinni minni í nóttinni.
Það er komið á hreint að síðasta sunnudaginn í apríl sem er 27 held ég fer ég í bæinn og verð til 2 maí. Ég er að fara í bootcamp í vinnunni að læra það sem vantar uppá. Hlakka soldið mikið til en kvíði því líka, er farin að dreyma um þetta á næturnar og allskonar útgáfur af því þar hvernig þetta tekst til.
Við Snorri vorum soldið góð með okkur og splæstum í sólgleraugu á okkur bæði með styrk til að sjá eitthvað í sumar, þetta var á þvílíkt góðu VÍS tilboði og borguðum við bara fyrir glerin, svo í gær, í sömu vikunni og við fáum sólgleraugun, þá brotna mín venjulegu gleraugu í sundur og ég þarf að splæsa í það líka. Garg hvað það var mikið pirr. Ég hló samt soldið af því í gær. Ég get haft gleraugun á nefinu en má ekki mikið hreyfa mig til að þau tolli, svo var mín að fá sér popp og auðvitað þegar ég er að kasta upp í mig lúgufylli af poppi þá hendist af mér annar helmingurinn af gleraugunum eða hangir á eyranu á mér niður með kinn. Ég gat ekki munað eftir þessu og gerðist þetta þvú trekk í trekk. Munið svo að það er bannað að hlægja af minnimáttar;)
Dægurmál | 19.4.2008 | 16:02 (breytt kl. 16:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
sú litla ný búin að klára lyfin vegna streppa og þá byrjar gullfoss og geysir. Hún byrjaði á fimmtudaginn að gubba og hætti ekki fyrr en í gærkvöldi litla skinnið. Núna er magapínan alveg að fara með hana. Ég er samt fegin að hún sé búin að fatta klósetið. Þó hún sé bara að verða 16 mánaða þá hef ég ekki þurft að skipta á kúkableiju síðan í janúar, ja nema 2svar. Tel ég það nokkuð gott.
Stóra prinsessan steiptist svo öll í útbrotum áðan, læknirinn sagði mér í síman að annaðhvort er þetta ofnæmi eða 5ta veikin. Vonandi er þetta ekki ofnæmi fyrir dýrum, það yrði soldið vesen þar sem það eru 4 hundar og 5 kettir í þessu litla húsi. Það væri mikil sorg ef það þyrfti að losa sig við þau öll.
Kallinn er enn í bænum, eins og oft áður þegar selpurnar verða veikar. Ég er farin að halda að þetta sé samsæri.
Ég fer bráðum að fara ein í bæinn í bootcamp í vinnunni. Það er að segja ég verð send í þjónustuverið til að læra eins mikið og ég get á 4 dögum. Það er ekki það mikið að gera á Reyðarfirði að ég getu lært allt sem þarf þar. Þetta verður lengsti tíminn hingað til sem ég verð frá litlu Rán. Kallinn verður einn með þær báðar, og dýrin auðvitað, ég vona að hann spjari sig.
Dægurmál | 13.4.2008 | 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Geta glæpamenn orðið heimskari en þetta?
Lögreglan rakti slóð sælgætisþjófanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 12.4.2008 | 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bílstjórar aka hægt í hádeginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 11.4.2008 | 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Já það er eins og ég getir ekki hætt að blogga. Þetta er samt lengsta hlé mitt hingað til.
En hvað um það. Ég er farin að sjá fram á að losna úr apotekinu eftir rúma viku. Stelpan sem er að læra hjá mér er snögg að ná þessu öllu og hún tekur við fyrir mánaðarmót. Það gengur ágætla hjá VÍS en það er soldið erfitt að læra mikið á 3 tímum á dag en ég fer í maí í bæinn í nokkra daga til að vera í þjónustuverinu og þá næ ég vonandi að ná sem flestu.
Kv. Begga
Dægurmál | 11.4.2008 | 07:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)