Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Erfitt að fara í vinnuna í dag

Loksins þegar Snorri kemur heim þá fæ ég ekki að njóta þess strax þar sem ég þarf að vera í vinnunni.
En norri kom heim með fangið fullt af gjöfum og nammi, Birta sem vissi af því var orðin svo spennt að hún var komin framúr áður en vekjaraklukkan hringdi hjá mér og það gerist ALDREI. Hún er svo mikið krútt að hún kunni ekki við að koma inn til okkar og heyrðum við hana bara tippla á ganginum og svo koma hún um leið og hún vissi að við vorum vöknuð.
AÞena spratt á fætur líka þegar ég vakti hana sem er mjög óvanalegt þar sem hún vill frekar draga sængina yfir haus og sofa lengur.
Það er þá bara vonandi að heimilislífið fari að ganga sinn vanagang núna, það er betra að vera með heimilið fullmannað.


karlmannslaus

í kulda og trekki.....

já eða næstum því. Snorri búin að vera í viku í burtu núna, fer að styttast í hann. En þar sem hann er ekki heima þá hefur Valentínusardagur liðið og hann ekki heima. Þar sem við höfum ekki haft þann dag neitt sérstakann hingað til þá var það svo sem ekkert hræðilegt. Það sem er verra er dagurinn í dag. Í dag eru heil 2 ár síðan við gifum okkur.
Ég sakna Snorra hrikalega mikið en hugga mig við að hann á að fljúga til Íslands á morgun og kemur vonandi heim aðra nótt.


nenni ekki

að blogga. hef ekki mikinn tíma í það, vinna, facebook og fjölskyldan, en ekki endilega í þessari röð

Við höfum það ágætt, erum enn með vinnu, erum ekki í vanskilum (ennþá) stelpurnar stækka og lífið heldur áfram.

bless í bili


Höfundur

Begga
Begga

Tveggja barna móðir og eiginkona á austurlandi.

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband