Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Vá hvað ég er blóðlaus

Var í blóðtöku í morgun. Ég þarf víst að láta rannsaka hvað er í blóðinu mínu áður en ég fæ líf-og sjúkdómatryggingu. Það kemur vonandi bara vel út.

Ég fór í leiðinni með AÞenu Rán í 18 mánaða skoðun og er skvísan orðin 12 kíló akkurat og 82.3 cm á hæð. Flott stelpa eins og mamma sín auðvita.


30 ára gamall/ungur

Hann á afmæli í dag,

hann á afmæli í dag,

hann á afmæli hann Snorri,

hann á afmæli í dag.

 

Hann er ÞRJÁTÍU ára í dag,

hann er ÞRJÁTÍU ára í dag,

hann er ÞRJÁTÍU ára í dag,

hann er ÞRJÁTÍU ára í dag.

 

 

Til hamingju elsku Snorri minn. Ég hlakka til að fá þig heim og knúsa þig og kyssa


18 mánuðir

Það er að verða 18 mánuðir síðan Aþena Rán fæddist. Ji minn hvað þetta er allt of fljótt að líða.

Anars er allt í góðu að frétta. VIð fórum í útilegu um helgina og skelltum okkur í Atlavík með hundana. Það var ágætt. Soldið kalt fyrstu nóttina enda fréttum við að það hefði verið -1° á flugvellinum um nóttina. Við fórum svo að skoða þessa umdeildu stíflu og löbbuðum að einhverjum foss og fórum í sund og lágum í leti. Bara ágætis helgi.

Nú er ég mikið að spá í olíuverðinu þessa dagana eins og margir. Ég er að æfa mig í sparakstri og komin í 4,7 lítra á skodanum. Það getur talist helv** gott. Miðað við líterinn kostar hér núna um 186 kr. Svo spái ég líka aðeins meira í því að ég á heima í litlu plássi og get labbað  miklu meira en ég geri. VIð löbbuðum í sjoppuna í gær og var bara ágætt. Tókum hundana með og gerðum bara gott úr þessu. Ég hefði sennilega keyrt þetta í vetur, en svona er þetta, það þarf að aðlaga sig að breyttum aðstæðum.

Ég fæ miða á tónleika á fimmtudaginn, Ferð án fyrirheits, ég veit ekki alveg hvort ég komist en mig langar, svo er ég að fara með vinnunni og Snorra í Papey á laugardaginn. Birta kemur heim á fimmtudag frá Færeyjum og fullt að gera.

Vonandi verður gott veður á morgun................Það er búið að hellast niður rigningin hérna í dag, ég þarf að minnsta kosti ekki að vökva grasið heima


Sumarið loksins að koma

Já það er aldeilis orðið grænt og fínt hér fyrir austan, ja fyrir utan garðin okkar hér. Þar sem eru 4 hundar að míga og gera sín stikki í grasið þá vex ekki mikið.

Ég er alveg á fullu í að koma mér inn í vinnuna mína, soldið mikill pakki en allt að koma. Snorri er í fríi þessa vikuna og fer til RV á morgun með Birtu og kemur ekki fyrr en á mánudag. Ætli Birta komi ekki á mánudag eða þriðjudag með mömmu og Rúnari bara til að fara aftur á næsta miðvikudag til færeyja.

Við Aþena dundum okkur bara einar í kotinu á meðan.

 Rósa er orðin vel stór og flott en það er eitthvað vesen með táragöngin hjá henni og þau leka heil ósköp og litar það feldinn soldið en ég er búin að fá dropa sem vonandi laga þetta.

Það eru sumir að kvarta við mig að ég sé búin að loka barnanets síðunni en ég gafst upp á því að hafa samskipti við stjórnendur vefsins og fór. Það á að vera hægt að setja myndir og annað hingað inn en ég er ekki alveg farin að nenna því strax. Kannski þegar fer að rósast í vinnunni. Annars verðið þið bara að kíkja í heimsókn ef ykkur er farið að langa til að sjá okkur og stelpurnar.

 Annars er lífið mjög einfalt hjá mér. Vinna og hugsa um fjölskylduna er nokkurn vegin það eina sem ég geri. Ég er samt aðeins farin að njóta þess að það eru 2 á heimilinu að vinna fyrir fullum launum og ég er farin að splæsa á mig klippingum og litunum og fötum þegar mig langar til. Það er soldill munur á að hafa efni á því og líta ekki alltaf út fyrir að vera heimilislaus. Þó það sé kreppa og allt það þá höfum við Snorri það töluvert betur núna en þegar allir áttu að vera njóta peninga.

Berglind Ýr mín elsta vinkona er að fara gifta sig 21. júní, sá heppni heitir Hugi og er söngvari. Þau eru svo sæt saman og óska ég þeim alls hins besta. Ég kemst ekki í brúðkaupið en ég gef þeim samt smá gjöf í tilefni dagsins, ég bara gat ekki stillt mig um að kaupa þetta þegar ég sá það.

jæja það þarf að fara sinna börnum og heimili hér, sjáumst og heyrumst


Höfundur

Begga
Begga

Tveggja barna móðir og eiginkona á austurlandi.

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband