Bloggleti eða kannski bara gúrkutíð

Ég veit ekki hvort það er en það er a.m.k. ekki mikið að frétta héðan úr sveitinni. Ég er að spá í að fá lánaða gömlu saumavélina hjá mömmu. Þetta er 33 ára gömul pfaff vél sem hefur örugglega þjónað mömmu minni vel. Hún liggur núna bara inn í skáp hjá henni og leiðist svo ég ætla að fá hana lánaða og föndra smávegis. Hún þarf samt að fara í smá þrif og smurningu og kostar það kannski 7000 kall en ég held að það sé dýrara að kaupa vél.

Birta og Ísak eru ennþá óaðskiljanleg. Við mömmurnar höfum smá áhyggjur að þau séu búin að gleyma hinum vinum sínum því þau leika sér bara 2 saman. En svo fá þau leið á hvort öðru einn og einn dag og tala viðhina krakkana og svo hittast þau aftur. Ísak er að fara í smá ferð í bæinn þessa helgina svo ég hugsa að Birta verði ansi vængbrotin á meðan.

Við Aþena erum duglegar að finna okkur eitthvað að gera. Í dag fórum við og þrifum bílnn hans Snorra. Ekki var vanþörf á, ég held hann hafi ekki verið þrifin almennilega síðan hann fékk bílinn fyrir 2 árum. En þar sem bílinn minn er á bílasölu næstu daga þá verð ég að skrölta á þessum bíl og hann fékk smá þrif. Ég var á bílnum í gær og löggan stoppaði mig vegna þess að hann var eineygður. Ég skammaðist mín svo fyrir draslið í bílnum að ég læt það ekki gerast aftur.

Snorri er eitthvað að gæla við að fara í bæinn um jólinn. Taka þá 2 daga frí í vinnunni sem eru á milli jóla og nýárs og vera þá um 8 daga í bænum. Ég er ekki alveg búin að taka ákvörðun um þetta. Sé aðeins til. Ég er ekki alveg að nenna þessu eins og í fyrra. Kannski ef mamma verður á landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Begga
Begga

Tveggja barna móðir og eiginkona á austurlandi.

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband