Sumarið loksins að koma

Já það er aldeilis orðið grænt og fínt hér fyrir austan, ja fyrir utan garðin okkar hér. Þar sem eru 4 hundar að míga og gera sín stikki í grasið þá vex ekki mikið.

Ég er alveg á fullu í að koma mér inn í vinnuna mína, soldið mikill pakki en allt að koma. Snorri er í fríi þessa vikuna og fer til RV á morgun með Birtu og kemur ekki fyrr en á mánudag. Ætli Birta komi ekki á mánudag eða þriðjudag með mömmu og Rúnari bara til að fara aftur á næsta miðvikudag til færeyja.

Við Aþena dundum okkur bara einar í kotinu á meðan.

 Rósa er orðin vel stór og flott en það er eitthvað vesen með táragöngin hjá henni og þau leka heil ósköp og litar það feldinn soldið en ég er búin að fá dropa sem vonandi laga þetta.

Það eru sumir að kvarta við mig að ég sé búin að loka barnanets síðunni en ég gafst upp á því að hafa samskipti við stjórnendur vefsins og fór. Það á að vera hægt að setja myndir og annað hingað inn en ég er ekki alveg farin að nenna því strax. Kannski þegar fer að rósast í vinnunni. Annars verðið þið bara að kíkja í heimsókn ef ykkur er farið að langa til að sjá okkur og stelpurnar.

 Annars er lífið mjög einfalt hjá mér. Vinna og hugsa um fjölskylduna er nokkurn vegin það eina sem ég geri. Ég er samt aðeins farin að njóta þess að það eru 2 á heimilinu að vinna fyrir fullum launum og ég er farin að splæsa á mig klippingum og litunum og fötum þegar mig langar til. Það er soldill munur á að hafa efni á því og líta ekki alltaf út fyrir að vera heimilislaus. Þó það sé kreppa og allt það þá höfum við Snorri það töluvert betur núna en þegar allir áttu að vera njóta peninga.

Berglind Ýr mín elsta vinkona er að fara gifta sig 21. júní, sá heppni heitir Hugi og er söngvari. Þau eru svo sæt saman og óska ég þeim alls hins besta. Ég kemst ekki í brúðkaupið en ég gef þeim samt smá gjöf í tilefni dagsins, ég bara gat ekki stillt mig um að kaupa þetta þegar ég sá það.

jæja það þarf að fara sinna börnum og heimili hér, sjáumst og heyrumst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu, en spennandi! Það hefði verið æðislegt að fá ykkur, en það er ekki hægt að vera nema á einum stað í einu því miður ;)

Hlakka mikið til að koma við hjá ykkur í sumar og hittast svo oft og mikið á næstu árum, alveg þangað til við verðum eldgamlar kellingar. Þá hittumst við á hverjum degi og spilum á elliheimilinu.

Knús frá mér  - Berglind

Berglind Ýr (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 13:34

2 Smámynd: Ingvar Ari Arason

Já það er nóg að gera í sveitinni kv ingvar

Ingvar Ari Arason, 10.6.2008 kl. 23:53

3 identicon

Æj Berglind þú ert svo mikið krútt

Begga (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Begga
Begga

Tveggja barna móðir og eiginkona á austurlandi.

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband